Viðskiptaráð hef­ur sent mennta- og barna­málaráðuneyt­inu upp­lýs­inga­beiðni um niður­stöður náms­mats í grunn­skól­um. Í beiðninni ósk­ar Viðskiptaráð eft­ir ein­kunn­um úr alþjóðlega könn­un­ar­próf­inu PISA, niður­stöðum sam­ræmdra…

Viðskiptaráð hef­ur sent mennta- og barna­málaráðuneyt­inu upp­lýs­inga­beiðni um niður­stöður náms­mats í grunn­skól­um.

Í beiðninni ósk­ar Viðskiptaráð eft­ir ein­kunn­um úr alþjóðlega könn­un­ar­próf­inu PISA, niður­stöðum sam­ræmdra könn­un­ar­prófa og skóla­ein­kunn­um sund­ur­greind­um eft­ir grunn­skól­um.

Frá þessu grein­ir ráðið í til­kynn­ingu og seg­ir bréfið sent vegna óbreyttra áforma ráðuneyt­is­ins og und­ir­stofn­ana þess um að birta ekki niður­stöður sam­ræmds náms­mats sund­ur­greind­ar eft­ir skól­um.

Há­vær umræða um ár­ang­ur ís­lenska grunn­skóla­kerf­is­ins hef­ur sprottið upp í kjöl­far ít­ar­legr­ar um­fjöll­un­ar mbl.is og Morg­un­blaðsins und­an­farn­ar vik­ur.

Bent er á að sviðsstjóri mats­sviðs Miðstöðvar mennt­un­ar og skólaþjón­ustu hafi sagt að í nýju sam­ræmdu náms­mati, svo­kölluðum mats­ferli, verði niður­stöður eft­ir skólum ekki gerðar op­in­ber­ar þar sem gæta verði að per­sónu­vernd.

„Þessi

...