Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Samtök iðnaðarins óska nú eftir tilnefningum fyrir vaxtarsprota ársins 2024, en Vaxtarsprotinn er viðurkenning sem veitt er sprotafyrirtæki sem sýnt hefur mestan hlutfallslegan vöxt á síðasta ári. Skilafrestur til að senda inn tilnefningu er til 19. ágúst, en einnig verða veittar sérstakar viðurkenningar til þeirra sprotafyrirtækja sem hafa sýnt mestan hlutfallslegan vöxt. Hopp hlaut vaxtarsprotann í fyrra og Controlant árið áður. Mörg þekkt fyrirtæki hafa fengið viðurkenningu í gegnum árin til viðbótar við þau tvö, til dæmis Kerecis, Meniga, Valka og Nox Medical svo nokkur séu nefnd.