Flestir hafa ótal sinnum sagt „Ég nenni þessu ekki“ og meint t.d. að þeir kærðu sig ekki um þetta, vildu þetta ekki eða fengju ekki af sér að gera þetta („Ég nenni ekki að úthúða ríkisstjórninni, það eru allir vondir við hana“)

Flestir hafa ótal sinnum sagt „Ég nenni þessu ekki“ og meint t.d. að þeir kærðu sig ekki um þetta, vildu þetta ekki eða fengju ekki af sér að gera þetta („Ég nenni ekki að úthúða ríkisstjórninni, það eru allir vondir við hana“). Samt heyrist stundum að sögnin þýði aðeins að vera ólatur. En svona latur er enginn.