Á þessu ári hafa þegar komið nærri 2.000 nýjar íbúðir inn á markaðinn.
Á þessu ári hafa þegar komið nærri 2.000 nýjar íbúðir inn á markaðinn. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Líf hefur færst í fasteignamarkaðinn á ný en verð hefur hækkað að raunvirði undanfarið ár eftir að hafa lækkað árið á undan. Markaðurinn hóf að taka við sér í kjölfar þess að skilyrði fyrir hlutdeildarlánum voru rýmkuð í júní í fyrra. Hagfræðingar segja að fasteignaverð geti hækkað umtalsvert á næstu árum.

Fyrstu kaupendum hefur fjölgað en Kári Friðriksson, hagfræðingur í Arion greiningu, segir að það að safna fyrir hárri útborgun sé takmarkandi þáttur þó margir fyrstu kaupendur ráði við háar afborganir. Meðalkaupverð á 70-100 fm íbúðum í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu sé 67 milljónir króna.

„Þetta er þáttur sem gæti haldið aftur af hækkunum. En við sjáum í tölunum að heimilin virðast hafa svigrúm til að auka skuldsetningu svo það gæti haft hækkanir í för með sér,“ segir Kári í samtali við

...