Nadine Guðrún leiðir nýtt samskipta- og markaðssvið flugfélagsins Play. Ólíkt því sem áður var mun sviðið heyra beint undir forstjóra félagsins.
Nadine Guðrún leiðir nýtt samskipta- og markaðssvið flugfélagsins Play. Ólíkt því sem áður var mun sviðið heyra beint undir forstjóra félagsins. — Morgunblaðið/Eyþór

Nadine Guðrún tók nýlega við stöðu forstöðumanns samskipta- og markaðsmála hjá flugfélaginu Play, en hún hefur starfað hjá félaginu frá 2021. Hún segist hafa brennandi áhuga á markaðsmálum og hlakkar því mikið til að koma að þeim í meira mæli. Nadine Guðrún hefur haft í nægu að snúast á liðnum vikum, en Play var í síðustu viku skráð á aðalmarkað Kauphallarinnar, en hafði áður verið skráð á First North-markaðinn í rúmlega þrjú ár. Hún segir að flutningurinn yfir á aðalmarkað marki mikilvægi tímamót fyrir félagið, veiti enn meiri sýnileika og trúverðugleika fyrir það sem og aðgang að breiðari hópi fjárfesta.

Samhliða starfi sínu hefur Nadine Guðrún unnið síðustu mánuði að gerð sjónvarpsþáttanna Eftirmál sem verða sýndir á Stöð 2 í haust. Hún hefur á liðnum árum framleitt hlaðvarpsþætti undir sama nafni með Þórhildi Þorkelsdóttur, en saman störfuðu þær á sínum tíma á Stöð 2.

...