Fyrir langtímafjárfesta í góðri stöðu getur niðursveifla eða kreppa jafnvel verið gott tækifæri til að fjárfesta í góðum fyrirtækjum á mun betra verði en í venjulegu árferði, stundum vegna þess að aðrir fjárfestar í miður góðri stöðu eru þvingaðir til að taka óskynsamlegar ákvarðanir um sölu.

Fjárfestingar

Hjörtur H. Jónsson

Forstöðumaður hjá ALM Verðbréfum

Síðasta vika hófst með umtalsverðum látum á alþjóðlegum hlutabréfamarkaði þar sem hlutabréf lækkuðu umtalsvert um mestallan heim. Lækkun þessa, sem reyndar er gengin til baka, röktu spekingar aðallega til neikvæðra upplýsinga af bandarískum vinnumarkaði. Þrátt fyrir að hagfræðingar hafi víða varað við töluverðum líkum á kreppu í kjölfar mikillar peningaprentunar á covid tímum þá virðast fjárfestar hafa nokkuð almennt látið það sem vind um eyru þjóta. Það er þangað til í síðustu viku þegar tölur af atvinnuleysi í Bandaríkjunum reyndust verri en væntingar stóðu til sem virðist hafa verið nægjanlegt til að óttinn tæki völdin af von og trú.

Einhver stærsti og frægasti hlutabréfasjóður heims

...