Það má horfa um öxl og sjá sömu mynd

Það verður ekki beint sagt að bandarísku kosningarnar séu endilega skemmtilegar en um margt þó áhugaverðar. Svo var komið fyrir fáeinum vikum að Donald Trump var talinn eiga töluverða sigurvon og Joe Biden forseti hefði á hinn bóginn sívaxandi vind í fangið og benti flest til þess að sá gæti breyst í óstöðvandi hvirfilbyl.

Þá gerðist það að þau öfl í Demókrataflokknum sem telja sig eiga hann, og toga í sverustu tauma þegar mest liggur við, lögðu eindregið að Biden forseta að samþykkja kröfur um kappræður við andstæðinginn Trump. Virtist Biden leggja trúnað á þau orð „vinanna“ að hann væri sjálfur í betra stuði en hann hefði lengi verið og „heimildir“ þeirra segðu að Trump væri hikandi og ósannfærandi einmitt núna. Þetta var það besta sem Biden hafði lengi heyrt, svo að hann keypti kenningar þessara manna í flokknum sem voru best heima í þessum

...