Aþena Meyjarhofið á Akrópólishæð í Aþenu sést hér umkringt reyk frá skógareldunum sem nú geisa í næsta nágrenni höfuðborgarinnar.
Aþena Meyjarhofið á Akrópólishæð í Aþenu sést hér umkringt reyk frá skógareldunum sem nú geisa í næsta nágrenni höfuðborgarinnar. — AFP/Angelos Tzortzinis

Slökkviliðsmenn í Grikklandi börðust áfram í gær við mikla skógarelda, sem herjað hafa á úthverfi Aþenuborgar síðustu daga. Eldarnir hafa valdið miklum skemmdum og þúsundir manna hafa neyðst til að flýja heimili sín. Talsmaður slökkviliðsins í Aþenu sagði við AFP-fréttastofuna í gær að búið væri að ná tökum á eldunum, en að enn væru nokkur svæði þar sem glímt væri við þá.

Mörg hundruð slökkviliðsmenn taka þátt í aðgerðunum, en um 200 slökkviliðsbílar og 20 slökkviflugvélar hafa verið notuð til þess að kveða niður eldana sem hófust á sunnudaginn í Varnavas, sem er um 35 kílómetrum frá Aþenu. Sterkir vindar blésu í gær og fyrradag, sem leiddi til þess að skógareldarnir breiddust hratt út. Er áætlað að eldurinn hafði náð yfir um 10.000 hektara svæði.

Greint var frá því í fyrrakvöld að 63 ára gömul kona frá Moldóvu hefði fundist látin í verksmiðju í bænum

...