Ég á dýrmætar æskuminningar frá því þegar pabbi benti mér á steininn þar sem örninn sat. Það var oftast í Austur-Barðastrandarsýslu, gjarnan í Vatnsfirði sem er sannarlega einn fegursti staður jarðar
Tólf ára bið er eftir flöskum frá víngerðinni Screaming Eagle.
Tólf ára bið er eftir flöskum frá víngerðinni Screaming Eagle.

Hið ljúfa líf

Stefán Einar Stefánsson

ses@mbl.is

Ég á dýrmætar æskuminningar frá því þegar pabbi benti mér á steininn þar sem örninn sat. Það var oftast í Austur-Barðastrandarsýslu, gjarnan í Vatnsfirði sem er sannarlega einn fegursti staður jarðar. Íslenski haförninn er engri skepnu líkur. Stór, þótt ekki sé hann eins stór og álftin, en virðulegur er hann í hlutfalli við fegurð svansins. Tignarlegur. Hann á sér enga hliðstæðu í íslenskri náttúru, og enn ver hann óðul sín þótt lengi hafi baráttan staðið tæpt. Þakkarvert er hversu vel hefur tekist til við að vernda örsmáan stofninn sem fyrir rúmri öld taldi aðeins 20 pör.

En það er svo með sumt af því sem fegurst er og magnaðast að það er fágætt um leið. Og það á við um annan örn sem á sín óðul í fjarlægu landi, um

...