— Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson

Karlmaður á sjötugsaldri lést í eldsvoða við Amtmannsstíg í gærmorgun. Allt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað til vegna brunans. Fljótlega kom í ljós að einstaklingur var inni í íbúð á jarðhæð hússins. Var hann fluttur á bráðamóttöku og í kjölfarið úrskurðaður látinn. Íbúar í risi og kjallara höfðu komist út úr húsinu af sjálfsdáðum en voru fluttir til aðhlynningar á slysadeild.

Tók það slökkvilið um 15 til 20 mínútur að ráða niðurlögum eldsins en svo hófst talsverð vinna við að leita að eldhreiðrum í húsinu.

Ekki ligg­ur fyr­ir að svo stöddu hver elds­upp­tök­in voru, en húsið er á tveim­ur hæðum, auk kjall­ara. Eld­ur­inn kom upp á jarðhæðinni. Lögreglan rannsakar nú málið.