Með ríkisvæðingunni hafa stjórnmálaflokkarnir orðið óháðari eigin flokksmönnum. Áhrif almennra flokksmanna eru minni en ella.
Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

Óli Björn Kárason

Stjórnmálaflokkar koma og fara. Sumir deyja drottni sínum eftir misheppnaðar tilraunir til að ná mönnum inn á þing. Aðrir hafa ekki haft úthald nema í eitt, tvö eða þrjú kjörtímabil. Fæstir hafa markað djúp spor í stjórnmálasöguna.

Fjórir flokkar náðu kjöri til Alþingis í kosningum 1963. Aðeins tveir þeirra eru enn starfandi; Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Alþýðuflokkur og Alþýðubandalagið buðu fram í síðasta skipti 1995. Eftir umbrot á vinstri væng stjórnmálanna náðu Samfylking og Vinstrihreyfingin – grænt framboð árangri í kosningunum 1999.

Eftir kosningar 2021 eru átta stjórnmálaflokkar með fulltrúa á þinginu. Fjórir komu fram á sjónarsviðið 2013 eða síðar en það ár fengu Píratar kjörna þingmenn. Í kosningunum 2016 bauð Viðreisn fram í fyrsta skipti. Flokkur

...