Pálmar Harðarson, framkvæmdastjóri byggingafyrirtækisins Þingvangs, segir fyrirtækið hafa ákveðið að fresta uppbyggingu 140 íbúða í Hafnarfirði vegna mikils vaxtakostnaðar. Það borgi sig heldur fyrir fyrirtækið að sitja uppi með mikla fjárfestingu í …
— Teikningar/KRark/ONNO

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Pálmar Harðarson, framkvæmdastjóri byggingafyrirtækisins Þingvangs, segir fyrirtækið hafa ákveðið að fresta uppbyggingu 140 íbúða í Hafnarfirði vegna mikils vaxtakostnaðar. Það borgi sig heldur fyrir fyrirtækið að sitja uppi með mikla fjárfestingu í byggingarlóð með tilheyrandi vaxtakostnaði en að hefja framkvæmdir.

„Við erum með lóð í Hjallahrauni í Hafnarfirði undir 380 íbúðir. Við vorum komin með graftarleyfi fyrir 1. áfanga, 140 íbúðir, en ákváðum fyrir hálfu ári að setja verkefnið á ís. Byggingartími er um 24 mánuðir og hefðu íbúðirnar því komið á markað í ársbyrjun 2026 ef upphaflegri áætlun hefði verið fylgt,“ segir Pálmar.

Lóðin í Hjallahrauni er hluti af þéttingu byggðar í Hraununum í Hafnarfirði en þar er atvinnuhúsnæði

...