Frumkvöðlarnir Þorbjörg Jensdóttir stofnandi Icemedico og Hákon Hrafn Sigurðsson prófessor í lyfjafræði við Háskóla Íslands eru nú í kappi við tímann að koma lyfjabættum HAp+-mola á markað og tryggja sér einkaleyfi, en einkaleyfi grunnvörunnar, það…
Þorbjörg Jensdóttir frumkvöðull og stofnandi Icemedico.
Þorbjörg Jensdóttir frumkvöðull og stofnandi Icemedico. — Morgnunblaðið/Eyþór

Frumkvöðlarnir Þorbjörg Jensdóttir stofnandi Icemedico og Hákon Hrafn Sigurðsson prófessor í lyfjafræði við Háskóla Íslands eru nú í kappi við tímann að koma lyfjabættum HAp+-mola á markað og tryggja sér einkaleyfi, en einkaleyfi grunnvörunnar, það er HAp+-molans sem hefur verið á markaði í 12 ár, rennur út á næsta ári. Þau fengu 50 milljóna króna styrk frá tækniþróunarsjóði Rannís í sumar.

Þau segja að þegar hafi verið gerð forkönnun á einkaleyfishæfni molans sem lyfjaferju. „Það er hluti af áreiðanleikakönnuninni okkar gagnvart fjárfestum, það er hverjar líkurnar séu á því að við fáum einkaleyfi – og þær eru verulega góðar. Þar skiptir máli að við erum að byggja ofan á okkar eigin vöru sem í dag er á ákveðnu vernduðu svæði. Svo lengi sem við náum að byggja ofan á HAp+ áður en einkaleyfi þess rennur út erum við nokkuð örugg með að fá nýtt einkaleyfi, svona 99,9% myndi ég

...