Í sarpinum hjá Stöð2 má finna fínar seríur til að hámhorfa og er undirrituð dottin í eina gamla; The Big C. Í þáttunum er fylgst með Cathy sem greinist með húðkrabbamein sem hefur dreift sér. Laura Linney, sú frábæra leikkona úr Ozark og Love…
Krabbi Laura Linney leikur konu með krabba.
Krabbi Laura Linney leikur konu með krabba.

Ásdís Ásgeirsdóttir

Í sarpinum hjá Stöð2 má finna fínar seríur til að hámhorfa og er undirrituð dottin í eina gamla; The Big C. Í þáttunum er fylgst með Cathy sem greinist með húðkrabbamein sem hefur dreift sér. Laura Linney, sú frábæra leikkona úr Ozark og Love Actually, svo eitthvað sé nefnt, leikur Cathy og gerir það vel. Cathy er kennari, eiginkona og móðir unglingsdrengs og svo á hún líka bróður með geðsjúkdóm. Lífið, sem var fullt af áskorunum fyrir, fer vissulega á hvolf við greininguna og fáum við að fylgjast með fjölskyldunni í gleði og sorg.

Oliver Platt, sem leikið hefur meðal annars geðlækninn í Chicago Med, leikur eiginmann Cathy sem fær lengi vel ekki að vita af krabbameininu. Alls kyns aukapersónur krydda söguna; fúll nágranni, nemandi, krabbameinssjúklingur og gömul vinkona úr fortíðinni dúkkar upp, leikin af Cynthiu Nixon úr Sex and the City.

Þættirnir eru í

...