Fólki með góðan ásetning hættir stundum til að láta kappsemina hlaupa með sig í gönur. Myndir frá gleðigöngunni í Reykjavík um síðustu helgi minntu mig á að BHM, ASÍ, BSRB og Samtökin '78 efndu til fjölsóttrar ráðstefnu á Hinsegin dögum sumarið…
Fríðleiksmenn í gleðigöngu í Madrid fyrr í sumar. Samkynhneigðir sæta mismunun víða, en þó sennilega ekki á íslenskum vinnumarkaði.
Fríðleiksmenn í gleðigöngu í Madrid fyrr í sumar. Samkynhneigðir sæta mismunun víða, en þó sennilega ekki á íslenskum vinnumarkaði. — AFP/Pierre-Philippe Marcou

Fólki með góðan ásetning hættir stundum til að láta kappsemina hlaupa með sig í gönur.

Myndir frá gleðigöngunni í Reykjavík um síðustu helgi minntu mig á að BHM, ASÍ, BSRB og Samtökin '78 efndu til fjölsóttrar ráðstefnu á Hinsegin dögum sumarið 2022 til að fjalla um slæma stöðu hinsegin fólks á íslenskum vinnumarkaði. Að beiðni félagasamtakanna hafði Hagfræðistofnun HÍ gert ítarlega rannsókn sem sýndi að það hallar mjög á samkynhneigða karlmenn og slógu fjölmiðlar því upp í fyrirsögnum að þrátt fyrir að vera með meiri menntun væru hommar að jafnaði með þriðjungi lægri laun en gagnkynhneigðir karlar.

Eins og við var að búast ollu þessi tíðindi miklu fjaðrafoki. Félags- og vinnumarkaðsráðherra mætti í viðtal þar sem hann sagði niðurstöðurnar sláandi, boðaði aðgerðir og viðraði þá hugmynd að láta kvöð um jafnlaunavottun fyrirtækja líka ná

...