Brian Niccol hafði verið forstjóri Chipotle frá 2018 og náð góðum árangri með skyndibitakeðjuna. Tekjur hafa nær tvöfaldast og hagnaður aukist.
Brian Niccol hafði verið forstjóri Chipotle frá 2018 og náð góðum árangri með skyndibitakeðjuna. Tekjur hafa nær tvöfaldast og hagnaður aukist. — AFP/Dylan Buell

Brian Niccol var í gær ráðinn forstjóri alþjóðlegu kaffihúsakeðjunnar Starbucks. Hann var áður forstjóri skyndibitakeðjunnar Chipotle.

Niccol tekur við starfinu af Laxman Narasimhan, sem var forstjóri í aðeins 16 mánuði. Narasimham hefur þegar látið af störfum en Niccol hefur störf 9. september nk.

Rekstur Starbucks hefur gengið brösuglega undanfarin misseri vegna minnkandi sölu og aðsóknar.

Starbucks hefur lækkað afkomuspá sína tvisvar á þessu ári og þá hefur gengi hlutabréfa í keðjunni lækkað um 22% frá því að Narasimham tók við sem forstjóri í fyrravor.

Gengi Starbucks tók þó við sér í gær og hækkaði um 20% eftir að tilkynnt var um forstjóraskiptin, sem er mesta hækkun á gengi bréfa í keðjunni innan dags frá því að félagið var skráð á markað. Aftur á móti lækkaði

...