Svíi Albin Skoglund er orðinn leikmaður Vals.
Svíi Albin Skoglund er orðinn leikmaður Vals. — Ljósmynd/Valur

Sænski knattspyrnumaðurinn Al­bin Skog­lund er geng­inn til liðs við Val og skrif­ar und­ir samn­ing til árs­ins 2026. Al­bin kem­ur til Vals frá sænska B-deild­ar­fé­lag­inu Utsikten og er þegar kom­inn með leik­heim­ild. Al­bin ólst upp hjá Häcken en hef­ur einnig leikið með Örgryte, Oddevold og Lj­ungskilde. Hann á að baki yfir 100 leiki í B-deild Svíþjóðar sem og nokkra ung­linga­lands­leiki. Albin er 27 ára gamall og mun berjast við Patrick Pedersen um stöðuna.