Það er ekki laust við smávægileg fráhvarfseinkenni nú þegar Ólympíuleikunum í París er lokið. Eins og ávallt var um frábæra skemmtun að ræða. Þrátt fyrir að bakvörður hafi mikinn áhuga á fjöldanum öllum af íþróttum eru ekki nægilega margar…

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Það er ekki laust við smávægileg fráhvarfseinkenni nú þegar Ólympíuleikunum í París er lokið. Eins og ávallt var um frábæra skemmtun að ræða.

Þrátt fyrir að bakvörður hafi mikinn áhuga á fjöldanum öllum af íþróttum eru ekki nægilega margar klukkustundir í sólarhringnum til þess að fylgjast með þeim öllum svo vel sé.

Þegar Ólympíuleikana ber að garði gefst hins vegar tækifæri til að bæta úr því. Frjálsíþróttir taka mikið pláss í útsendingum í sjónvarpi og eru í sérstöku uppáhaldi.

Aðrar íþróttagreinar á borð við borðtennis, badminton, skotfimi, þríþraut, brimbretti og kanósiglingar eiga hins vegar auðvelt með að fanga athygli manns og soga mann raunar að skjánum.

Fleiri greinar á við breikdans, sem var hluti af leikunum í fyrsta sinn, vöktu sömuleiðis athygli en kannski ekki jafn

...