„Við getum staðsett handritið til Vesturlands, á saurblaðinu fremst stendur „Jón Sigurðsson sýslumaður á þessa merkilegu bók í láni hjá Sigurði Björnssyni Anno 1710“,“ segir Katelin Marit Parsons, ritstjóri gagnagrunnsins…
Stjórinn Katelin Parsons ritstýrir gagnagrunninum Handrit íslenskra vesturfara hjá Árnastofnun og er víðlesin í handritafræðum. Hún er líka með doktorsgráðu í íslenskum bókmenntum.
Stjórinn Katelin Parsons ritstýrir gagnagrunninum Handrit íslenskra vesturfara hjá Árnastofnun og er víðlesin í handritafræðum. Hún er líka með doktorsgráðu í íslenskum bókmenntum. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Viðtal

Atli Steinn Guðmundsson

atlisteinn@mbl.is

„Við getum staðsett handritið til Vesturlands, á saurblaðinu fremst stendur „Jón Sigurðsson sýslumaður á þessa merkilegu bók í láni hjá Sigurði Björnssyni Anno 1710“,“ segir Katelin Marit Parsons, ritstjóri gagnagrunnsins Handrit íslenskra vesturfara sem stofnun Árna Magnússonar heldur úti.

Samtalið snýst um íslenskt handrit ársett 1693 sem fannst í kjallara í kanadísku borginni Kingston í Ontario við búferlaflutninga í fyrrasumar. Af fundi þessum var ítarlega sagt á mbl.is í byrjaðan júlí og þar rætt við Gabriellu Dee, en hana og Stephen mann hennar mætti með nokkrum sanni kalla verndara handritsins þar sem þau sáu í hendi sér að hér hlytu einhver menningarverðmæti að vera fundin, þótt ekki þekktu

...