Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Guðmundur Ingi Guðbrandsson

Í svari Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags- og vinnumálaráðherra við fyrirspurn Bergþórs Ólasonar alþingismanns kemur fram að kostnaður við húsnæðisúrræði Vinnumálastofnunar fyrir hælisleitendur nam tæpum fimm milljörðum króna í fyrra og er áætlaður litlu minni á þessu ári. Þessi kostnaður er þó aðeins brot af því sem leggst á íslenskt samfélag vegna málaflokksins. Bjarni Benediktsson, þá fjármálaráðherra en nú forsætisráðherra, upplýsti í fyrra að kostnaður við hælisleitendakerfið væri kominn í fimmtán milljarða króna á ári. Þrettán árum fyrr hafi kostnaðurinn verið innan við milljarður króna og því óhætt að segja að hann hafi farið algerlega úr böndunum.

Um þetta sagði Bjarni þá: „Þetta er algjörlega óásættanlegt. Við erum ekki að setja þennan pening í að hjálpa þeim sem við höfum ákveðið að veita vernd. Uppistaðan af þessum peningum fer í það að halda uppi fólki sem við höfum

...