„Við byrjuðum sumarið í sól með skemmtilegri hjólreiðaferð suður í Portúgal,“ segir Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum.

„Þarna fórum við saman; ég, Stefán Friðriksson maðurinn minn, Heiðrún Erla dóttir okkar og faðir minn; Sveinn Sigfússon, sem er 78 ára. Við flugum til Portó og tókum svo bíl að spænsku landamærunum. Hjóluðum svo þaðan um Limadalinn og loks um hjólastíga við strönd Atlantshafsins til bæjarins Aveiro. Alls voru þetta um 300 kílómetrar; þægileg og falleg leið sem við fórum í hinu besta veðri. Þegar kom svo aftur heim í Skagafjörðinn tóku bústörfin við hér í sveitinni. Rigningardagarnir hér í sumar hafa verið margir en samt náðum við að heyja það sem þarf á jörðinni okkar, sem er Glæsibær í gamla Staðarhreppnum rétt fyrir sunnan Sauðárkrók. Þetta er sumar sem skilur eftir sig góðar minningar sem eru fínt veganesti nú þegar

...