1962 „Hafa varðstjórar tjáð mér, að tiltölulega lítill hópur lækna gefi út áberandi marga af þeim lyfseðlum, sem hér um ræðir.“ Sigurjón Sigurðsson, lögreglustjóri í Reykjavík.
Víma Aukin brögð voru að því að landsmenn væru í annarlegu ástandi vegna lyfjanotkunar á því herrans ári 1962.
Víma Aukin brögð voru að því að landsmenn væru í annarlegu ástandi vegna lyfjanotkunar á því herrans ári 1962. — Morgunblaðið/RAX

Baksvið

Orri Páll Ormarsson

orri@mbl.is

„Á s.l. árum hefur það greinilega færzt í vöxt, að lögreglan þurfi að hafa afskipti af fólki, sem er miður sín vegna ofneyzlu deyfi- eða örvunarlyfja af ýmsum tegundum. Ekki er þó um að ræða neytendur morphins, opíums, kokains, heroins né annarra eiturlyfja á borð við þau, heldur vægari deyfi- og örvunarlyfja. Hefur lögreglan ekki orðið vör við áberandi ofneyzlu hinna sterkari lyfja.“

Þessi orð eru úr bréfi lögreglustjórans í Reykjavík, Sigurjóns Sigurðssonar, sem vitnað var til í umræðum á fundi sameinaðs Alþingis haustið 1962 en vaxandi áhyggjur voru af misnotkun lyfja í til þess að gera saklausu samfélaginu, eins og ítrekað hafði komið fram í fjölmiðlum. Það var Benedikt Gröndal alþingismaður sem tók málið upp í þinginu

...