Dodda Maggý er menntuð bæði í tónlist og myndlist og vinnur mikið með tímatengda miðla. Ólíkt mörgum annarra verka hennar er innsetningin DeCore (aurae) hljóðlaus. Engu að síður er verkið unnið út frá tónlist og beitir Dodda Maggý hér sömu aðferðum…
Dodda Maggý (f. 1981) DeCore (aurae), 2012 Vídeóverk, 12:09 mín.
Dodda Maggý (f. 1981) DeCore (aurae), 2012 Vídeóverk, 12:09 mín.

Dodda Maggý er menntuð bæði í tónlist og myndlist og vinnur mikið með tímatengda miðla. Ólíkt mörgum annarra verka hennar er innsetningin DeCore (aurae) hljóðlaus. Engu að síður er verkið unnið út frá tónlist og beitir Dodda Maggý hér sömu aðferðum við upptökur og úrvinnslu blómamynda og hún notar við hljóðupptökur. Við fyrstu sýn er það sjónræni þáttur verksins sem heillar en þegar gengið er inn í sýningarrýmið verður áhorfandinn hluti af verkinu og upplifir liti, form, takt og flæði þess á eigin skinni, og stundum virðist sem geislabaugur eða ára umlyki áhorfandann í verkinu eins og undirtitill þess vísar til. Ára er einnig heiti á sjónskynjun sem fylgir ákveðinni gerð flogakasta þar sem taugaboð búa til mynstur.

Þessi innsetning Doddu Maggýjar tilheyrir röð verka sem öll bera heitið DeCore, sem á rætur að rekja til latnesku sagnarinnar „decorare“,

...