Steinunn Jónsdóttir tónlistar- og fjölmiðlakona hefur í mörgu að snúast en hún gaf nýverið út glænýtt og grípandi reggílag ásamt eiginmanni sínum Gnúsa Yones, sem á vel við um þessar mundir en lagið heitir Á köldum kvöldum
Tónlistarpar Steinunn og Gnúsi hafa samið mikið saman en úr því samstarfi hafa komið ýmsir gullmolar.
Tónlistarpar Steinunn og Gnúsi hafa samið mikið saman en úr því samstarfi hafa komið ýmsir gullmolar. — Ljósmynd/Aldís Fjóla

Rósa Margrét Tryggvadóttir

rosa@mbl.is

Steinunn Jónsdóttir tónlistar- og fjölmiðlakona hefur í mörgu að snúast en hún gaf nýverið út glænýtt og grípandi reggílag ásamt eiginmanni sínum Gnúsa Yones, sem á vel við um þessar mundir en lagið heitir Á köldum kvöldum. Það er fyrsta lagið á komandi plötu hjónanna sem Steinunn segir sjálf að sé alveg í takt við það sem þau hafa áður gert með hljómsveitinni vinsælu Amabadama en hún lagðist í dvala fyrir nokkrum árum.

„Þetta á sér allt sama samnefnara sem er hann Gnúsi minn og hans ryþmasmíði,“ segir Steinunn í samtali við K100 og Morgunblaðið.

Steinunn er þekkt fyrir færni í textasmíðum en hún kennir einmitt texta- og lagasmíðaáfanga í Fellaskóla og hefur haldið rapp- og lagasmiðjur víðsvegar um landið. Hún

...