Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir fyrirhugaða orkuöflun vegna atvinnuuppbyggingar í Þorlákshöfn í takti við stefnumótun stjórnvalda. Þá sé brýnt að auka orkuframboðið vegna yfirvofandi orkuskorts á Íslandi
— Morgunblaðið/Ingó

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir fyrirhugaða orkuöflun vegna atvinnuuppbyggingar í Þorlákshöfn í takti við stefnumótun stjórnvalda. Þá sé brýnt að auka orkuframboðið vegna yfirvofandi orkuskorts á Íslandi.

Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss sagði í samtali við Morgunblaðið að uppbygging fyrir á fimmta hundrað milljarða króna væri áformuð í sveitarfélaginu, þá fyrst og fremst í Þorlákshöfn, en það mun kalla á mikla orku. Þegar þetta lá fyrir ræddi blaðið við Sævar Frey Þráinsson, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, sem sagði fyrirtækið reiðubúið að afla þeirrar orku sem þörf væri fyrir til að þessi uppbygging gæti orðið að veruleika á næstu árum.

Guðlaugur Þór rifjar upp samning sem hann undirritaði fyrir

...