Tískan fer í hringi og allt það en oft koma stílar til baka sem við erum ekki alveg tilbúin fyrir aftur. Níðþröngu gallabuxurnar sem oft voru kallaðar jeggings, orð sem marga sjálfsagt hryllir við, eru einar af þeim flíkum
Saumur að framan Frá tískusýningu Miu Miu fyrir haust/vetur 2024-2025.
Saumur að framan Frá tískusýningu Miu Miu fyrir haust/vetur 2024-2025.

Edda Gunnlaugsdóttir

eddag@mbl.is

Tískan fer í hringi og allt það en oft koma stílar til baka sem við erum ekki alveg tilbúin fyrir aftur. Níðþröngu gallabuxurnar sem oft voru kallaðar jeggings, orð sem marga sjálfsagt hryllir við, eru einar af þeim flíkum.

Árið er 2008 og blaðamaður á minningu er hún tróð sér í níðþröngar og teygjanlegar buxur frá merkinu Cheap monday, lagðist svo á bakið í rúmið til að geta rennt þeim almennilega upp. Þegar hugsað er til baka er auðvelt að hrylla við endurkomu flíkurinnar, en þetta snið var það eina sem fékk pláss í fataskápnum í þá daga. Nokkrar líkur eru á að einhverjir tengi við þessa minningu en svo eru aðrir sem neita að vera þrælar tískunnar og fóru aldrei úr þessum buxum.

Undanfarin ár hefur tískuheimurinn svo verið að

...