Konum ýtt til hliðar með valdi og offorsi

Þrjú ár eru í dag liðin frá því að bandamenn undir forustu Bandaríkjanna hrökkluðust burt frá Afganistan og talibanar tóku völdin á ný eins og hendi væri veifað.

Brotthvarfið frá Afganistan er einn ljótasti bletturinn á stjórnartíð Joes Bidens Bandaríkjaforseta. Bandaríkjamenn réðust inn í Afganistan eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001 og steyptu talibönum af stóli. Hernámið stóð í 20 ár þótt að nafninu til héti að heimamenn væru við völd. Aldrei tókst að kveða talibana niður og það reyndist Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra um megn að koma á nýju stjórnarfari í landinu. Margir af þeim, sem starfað höfðu með bandamönnum, voru skildir eftir á flæðiskeri.

Í gær hófust hátíðahöld í landinu í tilefni af valdatökunni 2021. Meðal þeirra var hersýning í Bagram þar sem Bandaríkjamenn voru með sína helstu herstöð sem var

...