Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir það geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir þjóðina ef tafið er fyrir orkuöflun með kærum. „Það er ábyrgðarhluti að reyna að koma í veg fyrir hluti sem er búið að taka…
Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir það geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir þjóðina ef tafið er fyrir orkuöflun með kærum.

„Það er ábyrgðarhluti að reyna að koma í veg fyrir hluti sem er búið að taka ákvörðun um með kærum og ég vonast til að allir aðilar hugleiði ábyrgð sína hvað það varðar. Tafir geta haft mjög slæm áhrif fyrir þjóðina,“ segir Guðlaugur Þór.

Orkuskortur í vetur

Guðlaugur Þór segir aðspurður það vera af og frá að nægt framboð sé af raforku í landinu.

„Við erum að horfa fram á orkuskort í vetur. Af hverju? Vegna þess að við höfum gert lítið í raforkumálum í 15 ár og sömuleiðis gert lítið í hitaveitumálum í 20 ár. En sem betur fer erum við búin að

...