Halldór Bragason gítarleikari lést í eldsvoða á heimili sínu á Amtmannsstíg í Reykjavík þriðjudaginn 13. ágúst, 67 ára að aldri.

Halldór fæddist 6. nóvember 1956 í Reykjavík og ólst upp í Hlíðunum. Foreldrar hans voru Steinunn Snorradóttir og Bragi Kristjánsson. Halldór á tvö eldri systkini, Helga og Bertu.

Halldór kynntist tónlistinni ungur að árum, fékk gítar í fermingargjöf og var fljótlega farinn að spila með hljómsveitum. Kunnastur er Halldór sem forsprakki blússveitarinnar Vina Dóra, sem lék fyrst opinberlega fyrir tónleika Johns Mayalls á Hótel Íslandi árið 1989. Með Halldóri í sveitinni í upphafi voru Andrea Gylfadóttir, Hjörtur Howser, Guðmundur Pétursson, Þorleifur Guðjónsson og Guðmundur Guðjónsson. Tók sveitin nokkrum breytingum eftir það.

Vinir Dóra gáfu út nokkrar hljómplötur og komu fram á fjölda tónleika hér

...