Indland hefur verið einn helsti talsmaður þess að styrkja fjölþjóðasamstarf í gegnum árin.
T.S. Tirumurti
T.S. Tirumurti

T.S. Tirumurti

Fjölþjóðasamstarf er í hættu. Með hverjum atburðinum á fætur öðrum er grafið undan fjölþjóðasamstarfi og alþjóðlegu samstarfi, oftast á kostnað hins hnattræna suðurs. Sameinuðu þjóðirnar fylgjast ráðþrota með. Jafnvel þó að annars vegar séu alþjóðalög og -reglugerðir samþykktar, til að styrkja alþjóðlega samninga, eru alþjóðalög einnig brotin án nokkurra afleiðinga eða refsinga.

En vandamálið á sér miklu dýpri rætur. Meirihluti þróunarlandanna er orðinn vitni að því hvernig heimsskipanin er í upplausn. Eina trygging þeirra; alþjóðleg þátttaka, er að verða að engu. Þess í stað er þess krafist að þau taki afstöðu til ólíkra eða jafnvel andstæðra sjónarmiða.

Næstum öll vandamálin núna, hvort sem þau snúa að SÞ, WTO, IMF (AGS) eða Alþjóðabankanum, má rekja til vanmáttar

...