Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq Minerals, segir fyrirtækið á góðri leið með að hefja vinnslu á gulli síðar á þessu ári. Þetta kemur fram í nýbirtu ársfjórðungsuppgjöri fyrirtækisins. Þar segir einnig að uppbyggingu á námuvinnslu í Nalunaq á…
Námuvinnsla Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq Minerals.
Námuvinnsla Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq Minerals. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq Minerals, segir fyrirtækið á góðri leið með að hefja vinnslu á gulli síðar á þessu ári.

Þetta kemur fram í nýbirtu ársfjórðungsuppgjöri fyrirtækisins.

Þar segir einnig að uppbyggingu á námuvinnslu í Nalunaq á Grænlandi miði vel og að uppsetningu á aðalmannvirki vinnslusvæðisins sé nú lokið, auk þess sem grænlensk stjórnvöld hafi nýverið samþykkt umhverfis- og samfélagsmat fyrir námuna.

Í uppgjörinu kemur einnig fram að lausafjárstaða Amaroq Minerals Ltd. hafi numið um 6,2 milljörðum króna við lok fyrri árshluta, en hún lækkaði því um 3,4 milljarða milli fjórðunga. Veltufé frá rekstri nam 5,1 milljarði króna, að undanskilinni ábyrgð á breytilegum skuldabréfum. Þá gekk fyrirtækið einnig frá samkomulagi við Landsbankann um nýtt fyrirkomulag

...