Skólabyggingar eiga að vera vandaðar en jafnframt hagkvæmar í rekstri. Forðast ber óþarfa íburð eða tilraunastarfsemi á kostnað skattgreiðenda.
Kjartan Magnússon
Kjartan Magnússon

Kjartan Magnússon

Nýju húsnæði leikskólans Brákarborgar við Kleppsveg hefur verið lokað vegna byggingargalla, einu og hálfu ári eftir að framkvæmdum við endurbyggingu þess lauk. Starfsemi leikskólans hefur verið flutt í Ármúla meðan á viðgerðum stendur, sem veldur röskun og óhagræði fyrir leikskólabörn og foreldra þeirra.

Óviðunandi er að ráðast þurfi í gagngerar viðgerðir á svo nýrri byggingu og ljóst er að alvarleg mistök voru gerð við hönnun og/eða framkvæmdir við hana. Viðgerðir munu kosta mikið fé og bætast við endurbyggingarkostnað verksins, sem nam 1.466 milljónum króna m.v. byggingavísitölu í júní sl. Kaupverð hússins að Kleppsvegi 150-152 nam 826 milljónum króna. Heildarkostnaður verkefnisins var því kominn í 2.292 milljónir króna í júní sl. og mun hækka enn frekar vegna yfirstandandi

...