Samningur um lands- og vindorkuréttindi vegna fyrirhugaða vindorkuversins Búrfellslundar var undirritaður í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður, en Búrfellslundur liggur innan þjóðlendu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun.

Það voru þeir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fyrir hönd ríkisins og Hörður Arnarson fyrir hönd Landsvirkjunar sem undirrituðu samninginn.

Gildistími samningsins er 35 ár með möguleika á framlengingu um 15 ár. Búrfellslundur verður innan staðarmarka Rangárþings ytra og er leyfi hlutaðeigandi sveitarstjórnar áskilið til nýtingar á réttindum innan þjóðlendu, annarra en vatns- og jarðhitaréttinda. Segir í tilkynningunni að

...