„Mínar bestu stundir eru auðvitað þær sem ég á með barnabörnunum. Þau eru tíu talsins, en helmingur þeirra er á þeim aldri að vilja vera með afa sínum. Nú er ég líka sjálfur kominn á þann aldur að geta frábærlega notið þess að vera með þessum…

„Mínar bestu stundir eru auðvitað þær sem ég á með barnabörnunum. Þau eru tíu talsins, en helmingur þeirra er á þeim aldri að vilja vera með afa sínum. Nú er ég líka sjálfur kominn á þann aldur að geta frábærlega notið þess að vera með þessum yndislegu mannverum,“ segir Óðinn Svan Geirsson.

„Ég og konan mín, Guðrún Alda Erlingsdóttir, skruppum til Kaupmannahafnar og Malmö í Svíþjóð. Áttum þar gæðadaga. Eftir búsetu í Noregi hef ég alltaf sterkar taugar til Skandinavíu. Annars er mitt aðalstarf að vera kokkur á ms. Selfossi; skipi Eimskips, sem er í strandsiglingum hér innanlands og tilfallandi túrum til útlanda. Meðal annars fórum við til Immingham á Englandi núna í júlí og vorum þar í höfn þegar úrslitaleikurinn milli Englands og Holllands á EM í fótbolta fór fram. Þá var tæpast maður á ferð og Englendingar áberandi niðurlútir þegar úrslit lágu

...