Óttast er að milljónir kunni að farast úr hungri á næstu vikum

Í sextán mánuði hafa tveir súdanskir herforingjar, sem tveimur árum áður höfðu sameinast um að steypa þáverandi einræðisherra af stóli, barist um völd í landinu og afleiðingarnar eru skelfilegar. Lengi hefur verið varað við því að þetta stríð, sem meðal annars hefur nánast lagt höfuðborgina Khartoum í rúst og er talið hafa fellt allt að 150.000 landmenn, myndi leiða hungursneyð yfir landið. Nú er sú staða komin upp.

Ástandið í Súdan, þar með talið í hinu alræmda Darfúr-héraði, er talin mesta mannúðarkrísa í heiminum um þessar mundir og er þá langt til jafnað með öll þau átök og hörmungar sem heimurinn horfir upp á. Hungursneyðin í Súdan er talin sú fyrsta í heiminum frá árinu 2017 og meira en helmingurinn af 48 milljónum íbúa líður alvarlegan matarskort og fjórðungur þeirra hefur þurft að flýja heimili sín. Nýleg rannsókn sýnir að allt að 2,5 milljónir Súdana kunna að farast úr hungri fyrir

...