Systkinin Jens Albert og Myrthley að spila yatzy.
Systkinin Jens Albert og Myrthley að spila yatzy.

100 ára Myrthley fæddist í Nesi í Vågi í Suðurey í Færeyjum 15. ágúst 1924. Foreldrar hennar voru Daníel Pétur Splidt frá Nesi í Vågi, f. 1894, d. 1979, og Andrea Johannesen frá Porkeri, f. 1891, d. 1992. Þau systkinin voru níu alls og fluttu þrjú þeirra til Danmerkur og þrjú til Íslands. Eftirlifandi systkini Myrthleyar eru Jens Albert Pétursson, 102 ára, sem býr í þjónustuíbúð við hliðina á Myrthley á Lindargötu, og Solveig Jensen, f. 1935, en hún býr í Danmörku. Afkomendur Myrthleyar eru tíu, búsettir í Svíþjóð og Danmörku.

Myrthley kom til Íslands 7. apríl 1947 og fór að vinna við veitingastörf á Hressingarskálanum. Síðast vann hún hjá Hagkaupum, m.a. sem deildarstjóri. Hún tók mikinn þátt í uppbyggingu færeyska sjómannaheimilisins og hélt ásamt öðrum konum árlegan basar, tombólu og kaffisölu.

...