„Eitt af mörgu því sem ég hef gert í sumar var vinnuferð í Grímsey. Sem sveitarfélag er eyjan hluti af Akureyri og starfi mínu fylgir að fylgjast með málum þar. Heyra hvað brennur á fólki og hvort bærinn þurfi að leggja einhverjum málum eða verkefnum þar lið. Þá fjölgar ferðamönnum sem í eyjuna koma jafnt og þétt, sem kallar á uppbyggingu og stundum aðgerðir,“ segir María Helena Tryggvadóttir, verkefnisstjóri hjá Akureyrarbæ.

„Ég fór út í eyju snemma sumars, eftir nokkuð langa fjarveru, og tók marga tali. Þetta er ótrúlegur staður á sjálfum heimskautsbaugnum; náttúran þar og fuglalíf einstakt og mannlífið skemmtilegt. Á stöðum eins og þessum þarf sjálfbærnin að ráða og meðal annars eru þar gerðar þær ráðstafanir að ekki séu farþegar af fleiri en einu skemmiferðaskipi í einu í landi hverju sinni. Þannig má halda álagi á staðnum niðri, sem er

...