Minnst verður austur á landi með hátíðlegri athöfn nú um helgina að í ár eru liðin 30 ár frá því að björgunarsveit bandaríska varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli vann sitt frækilega afrek við björgun skipverja af dráttarbátnum Goðanum sem fórst í Vöðlavík
— Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Minnst verður austur á landi með hátíðlegri athöfn nú um helgina að í ár eru liðin 30 ár frá því að björgunarsveit bandaríska varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli vann sitt frækilega afrek við björgun skipverja af dráttarbátnum Goðanum sem fórst í Vöðlavík. Væntanlegir eru á staðinn nokkrir úr áhöfnum tveggja þyrlna bandaríska hersins, menn sem flugu austur í versta veðri þegar öll sund virtust lokuð. Með því tókst að bjarga sex skipverjum af Goðanum við afar erfiðar aðstæður. Sjöunda skipverjann af dráttarbátnum tók út áður en til björgunar kom.

Væntanlegir eru til Vöðlavíkur margir þeir sem tóku þátt í þessari björgunaraðgerð, svo sem fyrrverandi varnarliðsmenn, björgunarsveitarmenn, lögregla og fulltrúar Landhelgisgæslunnar og Fjarðabyggðar. Björgunarsveitarmenn

...