Tollar eru vopn fundin upp af ESB til varnar bændum þar.
Guðni Ágústsson
Guðni Ágústsson

Guðni Ágústsson

Það bar til um þessar mundir að Viðskiptaráðið lagði til að rústa bæri íslenskum landbúnaði. Var þetta nú í þrítugasta sinn sem ráðið lagði þetta til við stjórnvöld landsins á eitt hundrað ára ferli sínum. Alltaf gerist þetta með sama hætti, á svona þriggja ára fresti, að boðberi ráðsins gengur fram og hefur reiknað út alveg svakalegan gróða af því að Ísland eitt legði niður tolla á landbúnaðarvörum. Alltaf fer sama hringrásin í gang, tíðindin fara til fjölmiðlanna og þeir hafa gullfiskaminni og taka að ræða málið og kalla til spekinga og stjórnmálamenn og spyrja álits á vísdómnum. Svo kemur alltaf æðstiprestur frelsissamtakanna fram, „séra“ Ólafur Stephensen, eins og ég kalla hann. Ólafur er Óðinn og honum fylgja úlfar tveir, Geri og Freki, hann mætir í fjölmiðlana og hefur aldrei áður heyrt annan eins frelsisboðskap og fer með fimbulljóðin. Með sinni silkimjúku

...