Nýtingarhlutfall Landeyjahafnar hefur hækkað umtalsvert eftir að nýr Herjólfur hóf siglingar milli Vestmannaeyja og lands í júní 2019. Í töflu sem birt er í nýútkomnum Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar má sjá hvernig nýtingarhlutfall hafnarinnar…
Lagt af stað Herjólfur leggur af stað frá Landeyjum til Vestmannaeyja fyrir síðustu verslunarmannahelgi með káta þjóðhátíðargesti um borð. Flesta daga í sumar hefur skipið farið átta ferðir.
Lagt af stað Herjólfur leggur af stað frá Landeyjum til Vestmannaeyja fyrir síðustu verslunarmannahelgi með káta þjóðhátíðargesti um borð. Flesta daga í sumar hefur skipið farið átta ferðir. — Morgunblaðið/Eyþór

Baksvið

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Nýtingarhlutfall Landeyjahafnar hefur hækkað umtalsvert eftir að nýr Herjólfur hóf siglingar milli Vestmannaeyja og lands í júní 2019.

Í töflu sem birt er í nýútkomnum Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar má sjá hvernig nýtingarhlutfall hafnarinnar breyttist þegar hið nýja skip, Herjólfur IV, hóf siglingar.

Á árunum 2011 til 2019 var siglt til Landeyjahafnar (Herjólfur III) 1.523 daga af 2.965 eða í 51% daga. Ef teknir eru með þeir dagar þar sem siglt var hluta úr degi til Landeyjahafnar hækkar hlutfallið í um 57%.

Á árunum 2019 til 2023 sigldi Herjólfur IV 1.185 daga til Landeyjahafnar af 1.680 eða í 71% tilvika. Ef teknir eru með þeir dagar þar sem

...