Hvítur á leik
Hvítur á leik

1. Rf3 d5 2. c4 e6 3. g3 Rf6 4. Bg2 Be7 5. 0-0 0-0 6. d4 c6 7. Rc3 b6 8. Re5 Bb7 9. e4 Rbd7 10. Rxc6 Bxc6 11. exd5 exd5 12. cxd5 Bb7 13. d6 Bxg2 14. dxe7 Dxe7 15. Kxg2 Hfd8 16. Df3 h6 17. a3 a6 18. Bf4 Rf8 19. Hfe1 Dd7 20. Bxh6 Dd6 21. d5 Dxd5 22. Be3 Dd6 23. Had1 Dc7 24. Hc1 Dd6 25. Bf4 Dd7 26. Be5 Rg4 27. Bxg7 Kxg7 28. Hcd1 Rxh2 29. Kxh2 Dc7 30. Rd5 Dc6 31. He7 Dg6 32. Hd4 Re6 33. Hg4 Hh8+ 34. Kg2 Rg5

Staðan kom upp á sterku lokuðu alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Quebec í Kanada. Stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2.500) hafði hvítt gegn Renzo Gutierrez (2.198) frá Perú. 35. Hxg5! og svartur gafst upp. Undanfarna daga hafa íslenskir skákmenn verið að taka þátt í skákmótum á erlendri grundu, sem dæmi lýkur alþjóðlegu móti á Ítalíu í dag þar sem nokkrir þeirra tefla, sjá nánar á skak.is.