Okkur var ekki gefið neitt, heldur af okkur tekið.
Hjörtur Gíslason
Hjörtur Gíslason

Hjörtur Gíslason

Ég rakst á eftirfarandi klausu í Morgunblaðinu og varð ekki um sel. Þar er gefið í skyn að ríkið hafi afhent okkur fjármuni til að kaupa okkur ný hús annars staðar en í óbyggilegum bæ skeknum af jarðskjálftum, eldgosum, fullur af gjám og sprungum. Okkur var ekki gefið neitt, heldur af okkur tekið. Klausan er eftirfarandi:

„Hann bendir á að verðbólga undanfarna 12 mánuði án húsnæðis sé 4,2% en 6,3% með húsnæði og nefnir í kjölfarið að hækkun á húsnæði að undanförnu hafi að stórum hluta verið drifin áfram af fjármunum sem ríkið hafi afhent Grindvíkingum vegna uppkaupa á húsnæði þeirra vegna jarðhræringa en einnig vegna inngripa ríkisins á fasteignamarkaði með eftirspurnardrifnum aðgerðum.“

Þetta er haft eftir Jóni Sigurðssyni forstjóra Stoða í bréfi hans til hluthafa

...