Þjónustuhús við Hengifoss í Fljótsdal var opnað um síðustu helgi. Nauðsynlegt þótti að fara í uppbyggingu á þessum stað, en þangað kemur mikill og vaxandi fjöldi ferðamanna ár hvert. Skotið hefur verið á að gestir á síðasta ári hafi verið 114 þúsund …
Austurland Nýja byggingin sem tekin var í notkun síðastliðna helgi.
Austurland Nýja byggingin sem tekin var í notkun síðastliðna helgi. — Ljósmynd/Nives Dragan

Þjónustuhús við Hengifoss í Fljótsdal var opnað um síðustu helgi. Nauðsynlegt þótti að fara í uppbyggingu á þessum stað, en þangað kemur mikill og vaxandi fjöldi ferðamanna ár hvert. Skotið hefur verið á að gestir á síðasta ári hafi verið 114 þúsund og á Austurlandi er aðeins Stuðlagil fjölsóttari ferðamannastaður.

Reist var 140 fermetra hús með rúmgóðum salarkynnum og sjö salernum. Húsið er samkvæmt teikningu norska arkitektsins Eriks Rönnings Andersens og íslenskrar konu hans, Sigríðar Önnu Eggertsdóttur.

Ekki er einasta búið að reisa hús við Hengifoss, þar hefur einnig verið gengið frá bílaplani og rafhleðslustöðvar eru væntanlegar. Einnig hafa göngustígar á svæðinu verið styrktir og bættir. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur veitt þessu verkefni stuðning og lagt þannig lið miklvægri uppbyggingu á vegum Fljótsdalshrepps, sem

...