„Þetta er talsverður hraði og við teljum að þetta segi okkur að kvika sé mjög líklega að safnast fyrir á um þriggja kílómetra dýpi norðvestan við Öskjuvatn,“ sagði Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu…
Eldstöð Askja er að vakna á ný.
Eldstöð Askja er að vakna á ný.

„Þetta er talsverður hraði og við teljum að þetta segi okkur að kvika sé mjög líklega að safnast fyrir á um þriggja kílómetra dýpi norðvestan við Öskjuvatn,“ sagði Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, við mbl.is í gær en hann telur að landris í Öskju bendi til þess að kvika sé að safnast þar undir.

Benedikt segir að hægt hafi á landrisi í Öskju fyrir um ári en haldið nokkuð stöðugt áfram síðan þá. Ekki séu núna merki um miklar breytingar í skjálftavirkni.