Srettha Thavisin
Srettha Thavisin

Stjórnlagadómstóll Taílands ákvað í gær með fimm atkvæðum gegn fjórum að víkja forsætisráðherra landsins, Srettha Thavisin, til hliðar, þar sem hann hefði brotið gegn siðareglum með því að skipa sem ráðherra mann sem var með óhreina sakaskrá.

Dómarinn Punya Udchachon, sem las upp dóminn, sagði að skipunin sýndi að Srettha væri „gjörsneyddur heiðarleika“. Srettha er þriðji forsætisráðherrann sem stjórnlagadómstóllinn hefur vikið til hliðar fyrir brot á stjórnarskránni, en dómstóllinn ákvað í síðustu viku að leysa upp stærsta flokkinn í stjórnarandstöðu og banna leiðtoga hans að taka þátt í stjórnmálum í tíu ár.