Svo gæti vel farið að íslenskum fréttamiðlum fækkaði enn frekar á næstu mánuðum og misserum, staða þeirra sumra er orðin mjög þröng og erindið óljósara meðan fólk leitar í auknum mæli frétta á erlendum félagsmiðlum eða smærri sérmiðlum
Dagmál Snorri Másson ritstjóri og Andrea Sigurðardóttir blaðamaður.
Dagmál Snorri Másson ritstjóri og Andrea Sigurðardóttir blaðamaður. — Morgunblaðið/Hallur

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Svo gæti vel farið að íslenskum fréttamiðlum fækkaði enn frekar á næstu mánuðum og misserum, staða þeirra sumra er orðin mjög þröng og erindið óljósara meðan fólk leitar í auknum mæli frétta á erlendum félagsmiðlum eða smærri sérmiðlum.

Þetta kemur fram í viðtali Dagmála við blaðamennina Snorra Másson og Andreu Sigurðardóttur, um íslenska fjölmiðla, sem birt er í dag á mbl.is.

Fram kemur að Heimildin standi augljóslega á krossgötum og óvíst hve lengi Sýn kjósi að reka fréttastofu Stöðvar 2. Fjölmiðlastyrkir úr ríkissjóði hafi ekki rétt hlut fjölmiðla, en í sama mund sé áfram ausið meira fé í Ríkisútvarpið.

Þau eru ekki bjartsýn á að stjórnmálamenn taki á vandanum fyrr en

...