Yngri systir mín var algjör hrakfallabálkur og tíður gestur á bráðamóttökunni eftir að hafa slasað sig á fimleikaæfingu eða eftir misheppnuð stökk á trampólíninu heima. Þar horfði ég á lækna með stjörnur í augunum og langaði til að verða ein af…
Auður Kristín Pétursdóttir var tíu ára gömul þegar hún ákvað að hún ætlaði að verða læknir.
Auður Kristín Pétursdóttir var tíu ára gömul þegar hún ákvað að hún ætlaði að verða læknir.

Yngri systir mín var algjör hrakfallabálkur og tíður gestur á bráðamóttökunni eftir að hafa slasað sig á fimleikaæfingu eða eftir misheppnuð stökk á trampólíninu heima. Þar horfði ég á lækna með stjörnur í augunum og langaði til að verða ein af þeim,“ útskýrir Auður, en hún ólst upp á Akureyri þar sem fjölskylda hennar bjó.

Í dag er Auður 27 ára gömul og er búsett í Fossvoginum ásamt kærasta sínum, Gunnari Þorgeiri Bragasyni, en þau starfa bæði á Landspítalanum. Hún er í þann mund að klára 12 mánaða sérnámsgrunnár, sem var kallað kandídatsár, en þegar hún er ekki í vinnunni nýtur hún þess að hlaupa og æfir með FH. „Ég er að fara að keppa með systur minni og vinkonu í Ultra-fjallahlaupi í Sviss eftir tæpan mánuð, svo við erum að æfa á fullu fyrir það,“ segir hún.

Hvernig upplifðir þú námið?

„Námið úti er mjög gott

...