Sorphirða Kubbur að störfum í Kópavogi. Fyrirtækið keypti þrjá nýja bíla í verkefnið sem hófst 1. ágúst.
Sorphirða Kubbur að störfum í Kópavogi. Fyrirtækið keypti þrjá nýja bíla í verkefnið sem hófst 1. ágúst. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Nýr verktaki sorphirðu í Kópavogsbæ reiknar með að ná áætlun samkvæmt sorphirðudagatali á þriðjudaginn í næstu viku.

Kubbur tók við sorphirðu af Íslenska gámafélaginu 1. ágúst en fyrirtækið gerði samning við bæinn til sex ára. Fyrirtækið Kubbur er stofnað á Ísafirði árið 2006 og er Kópavogur ellefta sveitarfélagið sem það starfar fyrir en hin eru Ísafjarðarbær, Bolungarvík, Fjarðabyggð, Ölfus, Vestmannaeyjar, Vesturbyggð, Tálknafjörður, Súðavík, Vestur-Skaftafellssýsla og Snæfellsbær.

Jón Svavarsson, verkstjóri

...