Fjölskyldan Frá vinstri: Harpa, Ásta, Birna, Frissi og Binni.
Fjölskyldan Frá vinstri: Harpa, Ásta, Birna, Frissi og Binni.

Í gegnum tíðina hefur fólk velt fyrir sér hvers vegna maður með svo stórt nafn, Fritz Hendrik Berndsen, hafi verið kallaður Binni. Þegar Binni fæddist 16. ágúst 1944 á Öldugötu 42 bjuggu móðir hans og systur hennar, Björg og Binna, þar líka. Binna var að flytja til Bandaríkjanna með amerískum hermanni og til að minna fjölskylduna á hana var Fritz Hendrik litli kallaður Binni.

Fljótlega eftir að Binni fæddist skildu foreldrar hans og hann ólst upp hjá afa sínum og ömmu á Öldugötu 6. Afi hans átti og rak eina fyrstu blómaverslun landsins, Blóm og Ávexti í Hafnarstræti. Á sumrin fór Binni litli með ömmu sinni til Binnu frænku í Ameríku. Á þeim tíma tók slíkt ferðalag 12-17 tíma, með millilendingu í Goose Bay. Eftir fyrsta sumarið var Binni orðinn altalandi á ensku og túlkaði fyrir ömmu sína.

„Að alast upp hjá ömmu og afa var einstakt.

...