Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir að óbreytt vaxtastig muni að óbreyttu draga úr uppbyggingu íbúða á næstu mánuðum. Það sé aftur til þess fallið að þrýsta á verðhækkanir á íbúðamarkaði
Ingólfur Bender
Ingólfur Bender

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir að óbreytt vaxtastig muni að óbreyttu draga úr uppbyggingu íbúða á næstu mánuðum. Það sé aftur til þess fallið að þrýsta á verðhækkanir á íbúðamarkaði.

Tilefnið er umræða um neikvæð áhrif núverandi vaxtastigs á byggingargeirann. Meðal annars sagði Pálmar Harðarson framkvæmdastjóri Þingvangs við Morgunblaðið í vikunni að fyrirtækið hefði frestað uppbyggingu 140 íbúða í Hjallahrauni í Hafnarfirði.

...